Sepai sýrumeðferð er öflug meðferð til þess að takast á við yfirborðsþurrk, fínar línur og óhreinindi í húð. Mælt er með að koma í nokkur skipti sem eru skipulögð af snyrtifræðingum okkar. Taka skal fram að húðin verður viðkvæm fyrir sólaráreyti eftir sýrumeðferð.
Andlitsdekur með Sepai húðvörum. Hentar vel þeim sem vilja slaka á og láta dekra við húðina sína eftir amstur dagsins.
Meðferð sem hentar þeim sem vilja góða hreinsun. Rafræna meðferðin aðstoðar við að sótthreinsa og losa um stíflur í húðholum.
Detox andlitsmeðferðin er einstaklega hreinsandi og losar um stíflur í húðholum. Sérvöldum virkum innihaldsefnum er þrýst inn í dýpri lög húðarinnar til þess að hámarka árangur andlitsmeðferðarinnar. Gott og slakandi nudd ásamt andlitsmaska með sérvöldum virkum efnum.
Andlitsmeðferðin er ætluð til að viðhalda ástandi húðar eftir að hafa komið í Sepai andlitsmeðferð. Andlitslyfting og mótun dregur úr þáttum sem hafa áhrif á öldrun húðarinnar. Húðfrumur verða virkari og húðin ljómar af frískleika.
Virkni efnanna sem notuð er í þessari meðferð er hámörkuð með notkun rafrænnar djúphreinsunnar og galvanískum straumi sem gefur efnunum greiðari leið að neðri húlögunum. Meðferðin dregur úr öllum þáttum sem hafa áhrif á öldrun húðar. Þú finnur aukið jafnvægi á raka- og fituframleiðslu, færð aukinn ljóma, húðfrumur verða virkari og efnaskipti betri.