Nú getur þú sett ilm í hárið á þér án þess að þurrka það og skemma. Hárilmirnir frá Byredo eru nærandi og veita glans auk þess sem mildur ilmur umlykur hárið.
Sundazed. Að vera dasaður af sól og sumarsælu. Að baða sig í sólinni, tilbiðja hana, staður þar sem tíminn stendur kyrr. Þar sem líkami og hugur renna saman í draumkenndan veruleika. Fullkominn slaki og ávanabindandi upplifun fyrir sólardýrkendur allra landa.
Sundazed ferðast frá sólkysstum nótum mandarínu og sítrónu yfir í djarft hjarta af neroli og arabískri jasmínu. Hvít muska flæðir svo fram eins og kandífloss og fyllir sítrusinn af sætri sælu. Nostalgía og raunveruleikaflótti, endalaust sumar.
Toppur:
Sítróna, mandarína
Hjarta:
Neroli, jasmína
Grunnur:
Muska, kandífloss