
Sundazed. Að vera dasaður af sól og sumarsælu. Að baða sig í sólinni, tilbiðja hana, staður þar sem tíminn stendur kyrr. Þar sem líkami og hugur renna saman í draumkenndan veruleika. Fullkominn slaki og ávanabindandi upplifun fyrir sólardýrkendur allra landa.
Sundeazed ferðast frá sólkysstum nótum mandarínu og sítrónu yfir í djarft hjarta af neroli og arabískri jasmínu. Hvít muska flæðir svo fram eins og kandífloss og fyllir sítrusinn af sætri sælu. Nostalgía og raunveruleikaflótti, endalaust sumar.
Toppur:
Sítróna, mandarína
Hjarta:
Neroli, jasmína
Grunnur:
Muska, kandífloss