Ben Gorham skapaði þennan ferska blómailm til að fagna vorkomunni. Ilmur sem fangar styrk og fegurð villtra útsprunginna blóma. Niðurstaðan er dásamlegur frískur blómaangan, eins og ganga í gegnum blómagarð þar sem fyrst mæta þér rósir, inn á milli þeirra finnur þú fyrir hunangsilmi bleikra fresía. Næst taka við tvö vorblóm; fyrst magnólía með útsprungnum blöðum sem eru við það að falla til jarðar þar sem Lilja vallarins eða maíbjöllurnar, tákn hamingjunnar og gleðinnar sem við tengjum vorkomunni, taka á móti þeim. Lokin eru óvenjuleg, botninn prýðir fullþroskuð jasmína sem ilmar af ferskri sætu, sætu sem styður við uppbyggingu ilmsins og lokar honum með höfugum undirtóni.
- Top: Pink Freesia, Rose Petals
- Heart: Lily of the Valley, Magnolia
- Base: Fresh Jasmine