Dual er sportlegur ilmur sem er innblásinn af róandi vatni heitra náttúrulauga á hálendi Íslands. Ilmur sem líkir eftir tilfinningunni af fersku vatni á húðinni og sterkri litapallettu náttúrunnar umhverfis heitar laugar. Upplyftandi engifer, sítrus og bleikur pipar hvíla á hlýjum grunni af viði og amber.
Ilmnótur: Engifer – sítróna – rauður pipar – þurrt amber - cedarviður