Skilmálar
1. Pöntun er afgreidd úr vefverslun eins fljótt og hægt er, en aldrei seinna en 24 tímum eftir að pöntun hefur borist. Varan er síðan send með Íslandspósti á pósthús að vali viðskiptavinar.
2. Hjá Madison Ilmhúsi getur þú skipt vörum sem keyptar er í verslun okkar eða í vefverslun. Til að hægt sé að skipta vöru þurfa upprunalegar umbúðir að vera óopnaðar og í seljanlegu ástandi. Varan verður að vera ónotuð.
3. Skilafrestur er ótakmarkaður, gegn framvísun kvittunar. Viðskiptavinur fær síðan inneign að sömu upphæð sem hægt er að nota í verslun okkar eða snyrtistofu. Ef vara er gölluð borgar Madison ehf sendingarkostnaðinn þegar vöru er skilað. Þegar ógölluð vara er endursend til að skipta eða skila, greiðir sendandi flutning.
4. Ef varan er ekki til í verslun, er uppseld eða ekki lengur í vöruframboði er vara tekin inn á því verði sem hún var seld úr verslun. Ef vara reynist gölluð er viðskiptavinum boðin sama eða álíka vara í stað þeirrar gölluðu. Vörur eru ekki endurgreiddar en hægt er að skipta fyrir inneignarnótur eða gjafabréf.
5. Í netverslun okkar er tekið við öllum kreditkortum. Greiðsla fer fram á vörðu svæði þar sem kortanúmerin eru dulkóðuð. Meðferð kortaupplýsinga og greiðslna fer í gegnum örugga þjónustu frá Valitor. Vefverslun okkar notast við VeriSign greiðslukerfið á netinu. VeriSign öryggisstaðallinn er talin meðal þeirra öruggustu á netinu. Viðskiptavinir okkar geta því verið fullvissir um að þær upplýsingar sem skráðar eru í vefverslun eru algjörlega varðar utanaðkomandi aðilum.
6. Afhendingar, ábyrgðar og flutningskilmálar Íslandspóst gilda um dreifingu og afhendingu sendindga frá okkur. Hér má nálgast þá http://www.postur.is. Madison ehf tekur ekki ábyrgð á vöru eftir að hún hefur verið póstlögð.
7. Einnig er hægt að sækja pöntunina til okkar í Aðalstræti 9 , Mán - Föst frá kl: 10-18 , eða laugardaga frá kl: 11-17. Við geymum ógreiddar pantanir í 5 virka daga. Ef ekki er búið að sækja vöruna innan þess tíma verður hún aftur sett í sölu.
8. Hægt er að borga með VISA, MASTERCARD eða AMEX greiðslukortum á öruggri greiðslusíðu hjá Valitor (www.borgun.is).
9. Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.
Öll verð í netversluninni eru með VSK. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.
Við leggjum okkur fram um að sýna allar vörurnar okkar í réttum litum. Það er tæknilega ómögulegt að ábyrgjast alveg rétt litbrigði eins og þau birtast tölvuskjám.