Herrakvöld Fiskmarkaðsins & Madison 30. september

Í Ilmhúsinu er að finna ótrúlegt úrval af iImum fyrir herra og ilmtengdum vörum frá litlum handverkshúsum um allan heim.
Við bjóðum ykkur í ferðalag um undraheima ilmanna, kynnum ykkur fyrir aldagömlum hefðum jafnt og framúrstefnulegri nálgun við ilmvatnsgerð.
Upplifun á ilmum og whiskey er nátengd og við munum bjóða ykkur að upplifa flóknar og ólíkar bragðnótur og leita að samsvörun í ilmpallettu Ilmhússins.
Starfsmenn frá Globus munu fræða ykkur um viskí og bjóða uppá smakk hjá Madison.
Þaðan verður farið yfir á Fiskmarkaðinn þar sem smakkað verður japanska vískíið Nikka. Þar næst hefjum við leikinn á blöndu af þeirra vinsælasta sushi fyrir alt borðið til að deila. Í aðalrétt er svo robata grillað nauta ribeye ásamt stökkum hvítlaukskartöflum, kirsuberjatómötum og chili bernaisesósu.
Í lok kvöldsins verður röllt aftur yfir í Madison þar sem smakkað verður á síðasta viskí kvöldins ásamt eftirréttamola.
Verðið á Herrakvöldið er 14.900 kr. á mann.
ATH. Takmarkaður fjöldi
Bóka verður sæti á kvöldið á Dineout.is eða í síma
Einnig er hægt að taka við pöntnum í síma 578-8877.