SNYRTISTOFA – Madison Ilmhús

SNYRTISTOFA

Madison Snyrtistofahefur nú opnað fyrir bókanir. Okkar vinsælu andlitsmeðferðir auk klassískra snyrtimeðferða eru nú aftur í boði í notalegu umhverfi í Miðborginni.

Bókið rafrænt hér: https://noona.is/madisonilm eða í síma 5717800

AUGU

Plokkun/vax (15 mín)      
4.700 kr 
Augabrúnalitun og plokkun/vax (30 mín)
6.600 kr
Augnháralitun og plokkun/vax (30mín)
6.600 kr
Augnháralitun, augabrúnalitun og plokkun/vax (30mín)
m. axlanuddi (+15mín)
7.600 kr
10.300kr

 

HENDUR 

Handanudd (20mín)
Slakandi handanudd með nærandi handakremi.
6.900kr 
Handasnyrting (60mín)
 • Neglur snyrtar og þjalaðar
 • Naglabönd mýkt og snyrt               
 • Handanudd með nærandi kremi fyrir hendur og naglabönd
13.700kr
Handsnyrting með lökkun (75 mín)
14.500kr
SEPAI endurnýjandi dekurhandsnyrting m. lökkun (90 mín)
17.900kr

  

ANDLIT

Andlits-, axla- og höfuð nudd (30mín)
8.900kr

SEPAI dekur (60mín)

Klassískt andlitsbað með góðri hreinsun, næringu og notalegu andlits- axla- og höfuðnuddi. Dásamlegt dekur sem skilar hreinni og vel nærðri húð.

 • Yfirborðshreinsun
 • Djúphreinsun með kornamaska
 • Andlits- axla og höfuðnudd
 • Maski
 • Dagkrem
14.900kr

Djúphreinsandi andlitsmeðferð (60mín)

Meðferð sem hentar þeim sem vilja góða hreinsun, góð regluleg meðferð fyrir húð sem á það til að safna óhreinindum eða sem almenn hreinsun annað slagið fyrir allar húðgerðir.

 • Yfirborðshreinsun
 • Djúphreinsun, húðin hituð með gufu og hreinsuð með kornamaska
 • Kreistun
 • Maski
 • Dagkrem     
14.900kr   

Djúphreinsandi andlitsmeðferð með rafrænni djúphreinsun (75mín)

Meðferð sem hentar þeim sem vilja góða hreinsun, rafræna meðferðin sótthreinsar og losar um stíflur í húðholum. Hentar vel húð sem á það til að safna óhreinindum og stíflast og þarfnast djúprar hreinsunar og raka.

 • Yfirborðshreinsun
 • Djúphreinsun , húðin hituð með gufu og kornamaska
 • Rafræn djúphreinsun með hátíðni
 • Kreistun
 • Maski
 • Dagkrem
16.800 kr

Detox- hreinsandi og rakagefandi andlitsmeðferð (90mín)

Okkar allra vinsælasta meðferð frá upphafi. Hér er unnið með alla þætti, djúphreinsun, Vita Skin galvanískur straumur hámarkar árangur virkra efna sem eru sérvalin eftir þínum þörfum og óskum auk þess að örva sogæðakerfisins. Að auki notalegheit og nærandi/rakagefandi maski eftir þörfum. Frábær regluleg meðferð eða sem fyrsta skref í merðferðarröð. Þroti hverfur eða minnkar, húðin nær betra jafnvægi og ljóma. Endurnýjun húðar eykst.

 • Húðin yfirborðshreinsuð
 • Rafræn djúphreinsun með hátíðni
 • Djúphreinsun m. gufu og kornakremi (kreistun ef þarf)
 • SEPAI 4D djúphreinsir
 • Rafræn meðferð, sérvöldum virkum efnum er þrýst inn í dýpri lög húðarinnar
 • Maski
 • Andlitsnudd
 • Dagkrem
24.900kr

Andlitslyfting og mótun (45mín)

 • Yfirborðshreinsun
 • Andlitslyfting og mótun með tæki
 • Maski með sérvöldum virkum efnum
 • Dagkrem
15.500kr

SEPAI Endurnýjandi andlitsmeðferð (110mín)

Alllt það besta í einni meðferð. Hér fara saman djúphreinsun, einstaklingsmiðiðuð virkni til að hámarka árangur fyrir þína húð, notalegt nudd og djúpnæring með okkar allra bestu andlitsmöskum. Virkni efnanna sem notuð er í þessari meðferð er hámörkuð með notkun rafrænnar djúphreinsunnar og galvanískum straumi sem gefur efnunum greiðari leið að neðri húðlögunum og virkjar sogæðakerfið. Meðferðin dregur úr öllum þáttum sem hafa áhrif á öldrun húðar. Þú finnur aukið jafnvægi á raka- og fituframleiðslu, færð aukinn ljóma og þroti hverfur eða minnkar verulega. Langtímaáhrifi eru virkari húðfrumur og hraðari efnaskipti sem viðhalda heilbrigðu og unglegu útilti.

 • Yfirborðshreinsun
 • Húðin hituð og djúphreinsuð
 • Rafræn djúphreinsun (kreistun ef þarf)
 • Rafræn meðferð,  sérvöldum virkum efnum er þrýst inn í dýpri lög húðarinnar
 • Andlits-, axla- og höfuðnudd
 • Maski
 • Dagkrem
26.900kr