UM OKKUR

Madison – Ilmhús er sérverslun með gæðailmvötn og aðrar ilmandi vörur svo sem híbýlailmi, sápur og kerti, frá sjálfstæðum ilmframleiðendum sem eiga það sameiginlegt að líta á ilmvatnsgerð sem listgrein þar sem ilmvatnsmeistarinn hefur frelsi til að skapa einstaka ilmi úr hágæða hráefnum. Ilmhúsið býður einnig snyrtivörur, jafnt húðumhirðu- og förðunarvörur sem framleiddar eru eftir sömu hugmyndafræði.

Í Madison - Ilmhús starfar fagfólk, snyrtifræðingar, förðunarfræðingar og starfsfólk með ástríðu fyrir ilmum sem leggur metnað sinn í að veita ávallt persónulega, heiðarlega og faglega þjónustu.

Verið hjartanlega velkomin.

Starfsfólk

Mekkín Ragnarsdóttir

- Snyrtifræðingur -

Lauk prófi í snyrtifræði frá Snyrtiakademíunni vorið 2015 og hefur starfað við fagið síðan. B.A gráðu í myndlist og diplómu í rekstrar- og markaðsfræði. 

Kristín Stefánsdóttir

- Nuddari -

Kristín er nuddari, yoga- og ropeyoga kennari. Hún hefur stundað nám á Íslandi, í Bandaríkjunum og á Indlandi og hefur verið starfandi meðhöndlari frá árinu 2004. Kristín býður heildrænar nuddmeðferðir þar sem hún beitir djúpslökunarnuddi, íþróttanuddi, sogæðanuddi eða blöndu af þessu öllu eftir þörfum og óskum hvers og eins.
 

Margrét Valdimarsdóttir

- Förðunarfræðingur -

Margrét útskrifaðist sem Förðunarfræðingur úr "Makeup Institute" í Stokkhólmi árið 2011. Margrét hefur tekið að sér ýmis förðunarverkefni svo sem í kvikmynda- og þáttagerð. Þá hefur Margrét sérhæft sig í brúðarförðunum. Margrét hefur starfað í Madison - Ilmhúsi fá opnun þess í október 2013. Hún hefur sótt fjölda námskeiða hjá "By Terry" í París og er sérhæfður By Terry förðunarfræðingur.