Collection: BY TERRY
BY TERRY er förðunar og húðvörulína úr smiðju TERRY DE GUNZBURG sem undanfarin 30 ár hefur byggt upp stöðu goðsaganar í förðunarheiminum og átt stóran þátt í því að breyta viðmuðum í fegurðarheiminum.
Terry sem er af fjölskyldu vísindamanna ætlaði sér fyrst í læknisfræði en skipti fljótt um skoðun og leitaði inn á svið þar sem vísindaþekking og sköpun fara saman. Hún stundaði nám í hinum Carita förðunarskóla í París og varð fljótt eftirsóttur förðunarfræðingur og starfaði sem slíkur fyrir stærstu nöfnin í tískuheiminum. Hún varð þekkt fyrir að skapa útlit sem einkenndist af ósýnilegum farða, fullkomnum vörum og þykkum augnhárum.
Það var þó samstarf hennar með Yves Saint Laurent sem átti eftir að hafa hvað mestu áhrifin á fegurðarheiminn. Sem yfirhönnuður há YSL Beauté í 15 ár þróaði hún fjöldan allan af vörum, þar með talinn hinn þekkta Touché Eclat hyljara, árið 1992.
Ljómandi heilbrigð en ósýnileg förðun hefur alltaf verið lykilinn í nálgun Terry. Árið 1998 varð BY TERRY til, í fyrstu bauð fyrirtækið eingöngu uppá sérsniðnar línur fyrir einkaaðila og hönnuði en ári síðar setti Terry útltra lúxus förðunarlínu í almenna sölu. Frá þeim tíma hefur línan stækkað og dafnað og hlotið fjöldan allan af verðlaunum.
Förðunarvörur By Terry innihalda eingöngu hráefni í hæsta gæðaflokki og auk þess að vera förðunarvara eru ávalt húðvörueiginleikar í vörunum.
Í Ilmhúsinu fást förðunar og húðvörur frá By Terry.
Sorry, there are no products in this collection