Santa Maria Novella

Vörur frá Santa Maria Novella fást einungis í verslun okkar.

Officina Profumo-Farmaceutica di Santa Maria Novella er ítalskt ilmhús og snyrtivöruframleiðandi sem státar af langri og merkilegri sögu.

Snemma á 13. öld stofnuðu munkar af dóminísku reglunni klaustur og sjúkrahús í Flórens á ítalíu þar sem þeir hjúkruðu öreigum og öryrkjum. Munkarnir notuðust við jurtir og útbjuggu eigin smyrsl og krem, sem meðal annars voru notuð í meðferð við svartadauða. Síðar fóru munkarnir að útbúa ilmvötn og sápur auk fleiri vara.

Hróður dóminísku munkanna fór víða og eftirspurnin leiddi til þess að verslun var opnuð í klaustrinu og almenningi þar með gefinn kostur á að kaupa vörurnar. Sala ilmvatna Santa Maria Novella fékk einnig væna innspýtingu eftir að útbúinn var sérstakur ilmur fyrir Katrínu af Medici þegar hún tók við sem drottning Frakklands. Ilmvatnið, Acqua della Regina eða Drottningarvatn, naut geysilegra vinsælda og segja má að enn sjái ekki fyrir endann á þeim.

Vörur Santa Maria Novella eru handunnar og uppskriftirnar margar hverjar aldagamlar