Clive Christian

Clive Christian stofnaði samnefnt ilmhús árið 1999 þegar hann keypti ilmvatnsframleiðslu bresku krúnunnar en hún var stofnuð árið 1872. Þar með var Clive Christian orðinn eigandi uppskriftar ilmvatns sem sérblandað var fyrir Viktoríu drottningu auk fleiri ilmuppskrifta bresku konungsfjölskyldunnar.

Elísabet Englandsdrottning lagði blessun s´ina yfir framleiðsluna og veitti honum sérstaka viðurkenningu fyrir framlag sitt til ilmfræðinnar árið 2012.

Fyrstu ilmvötnin sem Clive Christian setti á markað voru eftir aldagömlum uppskriftum krúnunnar og nefnist 1872, X og No.1 en það síðastnefnda hefur löngum verið talið dýrasta ilmvatn í heimi. Einnig hefur Clive Christian gefið út sína eigin ilmi sem innblásnir eru af lífsgæðum og blóma hástéttarinnar.