Byredo

vörur frá BYREDO fást einungis í verslun okkar.

BYREDO er sænskt ilmhús og hefur á umliðnum árum vakið eftirtekt fyrir sérstakt starfsfólk en ekki síður framúrskarandi ilmi. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 af Ben Gorham sem tileinkaði líf sitt ilmfræði eftir heimsókn til Indlands.

Ben Gorham kom í heiminn í Svíþjóð en á indverska móður og kanadískan föður. Hann ólst upp í Toronto, New York og Stokkhólmi. Ben gekk í listaskóla en það var það sem ilmfræðingurinn Pierre Wulff tók í taumana og sannfærði Ben um að fylgja þeim fagra ilmi sem einkennir fagið.

Þar kom helst til að Gorham tjáði Pierre að hann gæti enn munað eftir því hvaða ilm faðir hans bar en sá yfirgaf fjölskylduna þegar Ben var barn. Eftir að hafa ráðfært sig við Pierre hófst ferðalag Bens, að finna þann ilm sem faðir hans bar.

Ferðalagið breytti lífi Bens sem tók til við að blanda ilmi í nafni BYREDO. Fyrstu ilmirnir voru Green, Chembur, Pulp, Rose Noir og Gypsy Water. Sá síðastnefndi seldist næstbest allra ilma í Barneys í New Yorká fyrsta árinu í versluninni. 

Ben Gorham lætur ekki á sér bera. Hann er fjölskyldumaður og nýtir hvert tækifæri til þess að sækja bústað sem þau eiga úti fyrir Stokkhólmi. Vinnan er krefjandi en hvíldin nauðsynleg.

Nú hafa yfir fimmtíu ilmir verið hannaðir í nafni BYREDO og fást þeir í verslun okkar, Aðalstræti 9.